Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 20:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur er formaður velferðarnefndar Alþingis. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við þeim upplýsingum sem fram komu í þætti Kompáss í gær. Vísir/Vilhelm Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01