Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2023 21:01 Lovísa Rós segir að geiturnar séu bestu vinir sínir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns. Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Á bænum Háhóli rétt hjá Höfn eru hjónin á bænum með um 60 geitur og 9 hafra, en það eru þau Lovísa Rósa og Jón Kjartansson. „Þær eru ótrúlega miklir karakterar hver og ein og svo eru þær yfirleitt gæfar og forvitnar og uppátækjasamar og stríðnar svolítið. Ég held að það sé nefnilega það, sem gerir þær svo skemmtilegar, þessi uppátækjasemi og stríðnin og hvað þær eru oft erfiðar. Þær eru ekki fyrir óþolinmóða því maður þarf oft að elta þær svolítið,” segir Lovísa Rós og bætir við. „Þetta eru 60 bestu vinkonur mínar, það er svolítið svoleiðis.” Lovísu finnst svo frábært hvað geiturnar hjálpast mikið að og eru góðar við hvor aðra til dæmis með litlu kiðin þegar sá tími er. „Þær eru oft að passa svona ef maður getur sagt sem svo fyrir hverja aðra. Oft er ein geit kannski með 15 kiðlinga í kringum sig og hinar eru einhvers staðar á beit. Og þegar systur hittast þá knúsast þær svolítið svona og eins mæðgur og svona, þær fylgjast í hópum voðalega mikið enda eru þetta hópdýr. Það er oft sami hópurinn, svona klíkuskapur pínu, þannig að þetta eru voðalega skemmtileg dýr,” segir Lovísa Rós hlæjandi. Lovísa og Jón framleiða líka ýmsar geitavörur eins og sápur, sem eru aðallega búnar til úr geitamör og svo er það geitafiðan eða öðru nafni kasmírull, sem næst af geitunum. Lovísa Rós og Jón Kjartansson, maður hennar eru með 60 geitur á Háhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er líka hægt að fá geitakjöt á Háhóli. „Það sem er sérstakt við geitakjötið er að það er miklu, miklu minni fita á því en til dæmis lambakjöti.” En ætti fólk almennt að fá sér geitur? „Ég held það, ég skil bara ekki af hverju allir eigi ekki geit, þetta eru eiginlega bara þannig dýr, vinir manns, algjörir,” segir Lovísa Rós, geitabóndi á Háhóli rétt við Höfn í Hornafirði. Facebooksíða Háhóls
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira