Segja stóran hluta kláms sýna refsivert ofbeldi gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 07:14 Ráðið vill lagabreytingar til að hægt verði að sækja framleiðendur klámsins til saka. Getty Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum. Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira