Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:46 Armenar á flótta frá Nagorno-Karabakh. AP/Stepan Poghosyan Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök. Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan.
Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52
Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22