Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 12:02 Steinunn Birna og Gissur Páll eru gestir dagsins í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira