Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:48 Dianne Feinstein lést á heimili sínu í Washington DC í gærkvöldi. Hún var níræð. AP/J. Scott Applewhite Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira