LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 16:40 LeBron James er á leiðinni inn í sitt 21. tímabil í NBA deildinni AP/Marcio Jose Sanchez LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets. NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets.
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik