RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 15:50 Sigríður Dögg segir það hart að stöndugasti fjölmiðill landsins, sá sem fái 7 milljarða á ári frá skattgreiðendum, tími ekki að borga sínu fólki samkvæmt kjarasamningi BÍ. Stefán Eiríkisson Útvarpsstjóri er fastur fyrir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira