Ofbeldi á vinnustöðum Jón Snorrason skrifar 1. október 2023 12:00 Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því.
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun