Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Víkinga en Viktor Bjarki er öllum hnútum kunnugur hjá Víkingum eftir tíma sinn þar sem leikmaður á sínum tíma.
Viktor á að baki 210 leiki í efstu deild hér á landi, þar af 75 leiki fyrir lið Víkings Reykjavíkur en eftir að leikmannaferlinum lauk hefur hann verið að taka sín fyrstu skref á þjálfaraferlinum.
Undanfarin tvö ár hefru Viktor, sem lokið hefur KSÍ þjálfaragráðu A, starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá KR.
Er honum óskað góðs gengis á nýjum vettvangi í tilkynningu sem KR sendi frá sér.