Alls eru 25 lið skráð til leiks í karlaflokki og því sjö lið sem ekki voru dregin úr pottinum í dag og komast því sjálfkrafa áfram í 16-liða úrslit.
Stórleikur umferðarinnar er án efa slagur Suðurnesjarisanna Njarðvíkur og Keflavíkur. Þá drógust Stjarnan og Þór Þorlákshöfn saman og mætast í Garðabæ og Íslandsmeistarar Tindastóls fara í Breiðholtið og mæta þar ÍR sem féll úr Subway-deildinni á síðasta tímabili.
Viðureignir 32-liða úrslita
KR b - Ármann
Fjölnir - ÍA
Skallagrímur - Álftanes
Stjarnan - Þór Þ
Þór Ak. - Haukar
ÍR - Tindastóll
Vestri - Valur
Snæfell - Höttur
Njarðvík - Keflavík
Í kvennaflokki var aðeins dregið í eina viðureign. KR fær Njarðvík á heimavelli sínum en Ármann, Aþena, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór frá Akureyri sitja öll hjá og verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit.