Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:30 Frá æfingu slökkviliðsins í Strákagöngum í september. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. „Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“ Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
„Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“
Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira