Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2023 12:21 Fólkið kynntist á Íslenska rokkbarnum þaðan sem því var vísað út. Átök brutust út handan götunnar, á mannlausu bílastæðinu við Fjarðarkaup. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og pólska karlmanninum sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á Pólverjann. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Elsti pilturinn, sem er orðinn lögráða og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir eru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa komið pólska karlmanninum ekki til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar geta því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun. Þá líða líklega um fjórar vikur þar til dómur verður kveðinn upp og almenningur fær skýrari mynd á hörmungarnar í Hafnarfirði. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og pólska karlmanninum sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á Pólverjann. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Elsti pilturinn, sem er orðinn lögráða og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir eru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa komið pólska karlmanninum ekki til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar geta því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun. Þá líða líklega um fjórar vikur þar til dómur verður kveðinn upp og almenningur fær skýrari mynd á hörmungarnar í Hafnarfirði.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42