Stalst á klósettið í miðjum leik og fékk ekki að koma aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 10:01 Lamine Yamal í leiknum með Barcelona á móti Porto áður en náttúran kallaði. Getty/ Jose Manuel Alvarez Ungstirnið hjá Barcelona átti eftirminnilegt kvöld í Meistaradeildinni í vikunni og það var ekki bara fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira
Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira