Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:01 Ásta Eir Árnadóttir í leik með Breiðabliki en getur ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla. Vísir/Vilhelm Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira