Þrátt fyrir það kemur fram að viðhaldsframkvæmdir í Laugardalslaug gangi vel.
„Viðgerðir sem farið hefur verið í eru lagfæringar á laugarkeri, laugarbakka, sjópotti, lýsingu auk þess sem háþrýstiþvottur hefur gengið vel. Málningarvinna hefst í dag ef verður leyfir og nýjum kýraugum verður komið fyrir með nýjum ljósabúnaði en það mun auka öryggi gesta til muna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Og ennfremur:
„Eftir stöðufund með þeim sam að viðgerðum koma er áætlað að opna Laugardalslaugina viku síðar eða þriðjudaginn 17. október. Laugardalslaugin verður eins og ný að viðgerð lokinni. Takk fyrir þolinmæðina, ágætu sundlaugargestir.“