Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2023 19:01 Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir bað Guð að blessa Ísland. visir Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur. „Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi. Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Ég hef nú aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag,“ segir Geir H. Haarde um tímamótin. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir fyrrnefnd neyðarlög það merkilega við daginn. Ætlunin með ræðunni hafi verið að búa fólk undir setningu neyðarlaganna. Geir var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009. Hann var síðar dæmdur af fjölskipuðum Landsdómi fyrir að brjóta gegn ákvæði í stjórnarskrá um ráðherraábyrgð. Síðan þá hafa nokkrir þingmenn beðið Geir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirri málssókn. „Og svo hvernig spilaðist úr hlutunum þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem við lentum í. Við samþykktum lögin þarna um kvöldið og ríkisstjórnin, sem þá var Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, fékk stuðning Framsóknarflokksins við að koma þessum lögum á hraðferð í gegnum þingið. Tveir aðrir flokkar, Vinstri grænir og Frjálslyndir sátu hjá.“ Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna Landsbankinn fór á hliðina sama kvöld, Glitnir næsta dag og Kaupþing þar á eftir. „Það voru mjög alvarlegir atburðir þarna í uppsiglingu sem ég var að gefa fólki hugmynd um í þessari ræðu, án þess þó að ég væri að segja það berum orðum að það væri að verða hér bankahrun, að þeir væru að fara í gjaldþrot. Vegna þess að þá hefði mér verið kennt um það. Maður varð að sigla þarna milli skers og báru í þessu,“ segir Geir í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. „Það hefur verið snúið út úr lokaorðunum í þessu, sem voru bara falleg kveðjuorð. Ýmsir andstæðingar mínir, til þessa dags, eru að velta sér upp úr þeim en þau voru auðvitað ekki aðalatriði þessarar ræðu. Heldur var þetta boðskapur til þjóðarinnar að hér færu mjög alvarlegir hlutir í hönd og það hefði náðst samkomulag um að koma þessum lögum í gegnum þingið um kvöldið.“ Hann segir stóra atriðið í lögunum hafa verið breyting á röð kröfuhafa. Innstæðueigendur voru settir í forgang eins og áður segir. Lánardrottnar bankanna komu því þar á eftir, erlendir sjóðir og fjármálastofnanir. Ekki ástæða til að óttast annað bankahrun „Ríkið tók ekki á sig skellinn vegna þess að bankarnir fóru í gjaldþrot, enda voru þeir einkafyrirtæki,“ segir Geir. Hann var spurður út í það efnahagsástand sem hefur myndast hér á landi á síðustu mánuðum og hvort landsmenn ættu að óttast það í ljósi sögunnar og þeirrar staðreyndar að hér varð hrun. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að óttast hér bankahrun,“ svaraði Geir. Varúðarráðstafanir hafi verið gerðar í kjölfar hrunsins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nú hafi hins vegar myndast verðbólguskot sem Íslendingar eru vanir, segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Hann sagðist vonast til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist í vetur en vildi ekki blanda sér nánar í þau mál. „Ég er hættur,“ sagði Geir. Eins og áður segir má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum að ofan Í ritröðinni Tíu ár frá hruni má nálgast upprifjanir og fréttaskýringar tengdar afmæli efnahagshrunsins á Íslandi.
Alþingi Hrunið Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira