Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 20:21 Guðlaugur, sem hefur laxeldið að litlu leyti á sinni ráðherrakönnu, fékk ekkert sérlega hlýjar kveðjur. Hann kveðst hafa haft áhyggjur af eldinu lengi. Valgarð Gíslason Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Það var fjölmennt á Austurvelli í dag. Umræðan um skaðsemi sjókvíaeldis hefur enda verið hávær og áberandi síðustu vikur, eða frá því að göt á kví ArcticFish uppgötvuðust í Patreksfirði. Síðan þá hafa laxveiðimenn tilkynnt fjöldann allan af eldislöxum til Hafró, sem komu úr ám víðsvegar á Norður og Vesturlandi. Valgarð Gíslason Guðlaugur Þór flutti stutta ræðu. Mótmælin sagði hann ekki koma til af góðu. „Þetta kemur til vegna þess að því sem var lofað, gekk ekki eftir. Það er hvorki meira né minna undir en náttúra Íslands. Það hefur oft verið sagt að við séum ekki tilbúin að vernda það sem er mikilvægt en þessi stórkostlega mæting hér sýnir að svo er ekki,“ sagði Guðlaugur og þakkaði mótmælendum fyrir mætinguna. Ráðherra skammaður Í stað þess að fagna þeim orðum Guðlaugs heyrðist hrópað úr mótmælendahópnum og ráðherrann beðinn að gera eitthvað í málnum. Á endanum var baulað á Guðlaug sem klóraði þó í bakkann og fékk nokkra til að klappa þegar hann þakkaði mótmælendum í annað sinn. Ávarp hans má sjá í heild sinni hér að neðan, sem og viðtal eftir ávarpið. Þegar ávarpi Guðlaugs lauk og hann steig niður af sviðinu gantaðist Guðlaugur með það við skipuleggjanda að hann væri hataður af fiskeldisfyrirtækjunum en líka skammaður eins og hundur þegar hann mæti til á mótmæli til að sýna samstöðu. Hann tók það fram í viðtali eftir ræðuna að fiskeldið væri ekki á hans borði heldur sjávarútvegsráðherra. Heilbrigðiseftirlit sé hins vegar í hans verkahring og sagði Guðlaugur að niðurstöður skýrslu liggi fyrir sem eigi að styrkja það eftirlit. Mótmælendur helltu „lúsaeitri“ yfir eldislaxana, sem eiga það til að vera lúsugir.Valgarð Gíslason Upp á land, segir Bubbi Bubbi Morthens, sem er mikill laxveiðimaður, segir mótmælin stafa af því að íslensk náttúra eigi undir högg að sækja. Bubbi spilaði fyrir mótmælendur. Hann vill eldið á land.Valgarð Gíslason „Laxeldi á að vera uppi á landi, ég er ekki á móti laxeldi, alls ekki. Þetta snýst ekki um laxveiðimenn, þetta snýst um náttúru Íslands,“ sagði Bubbi sem fullyrðir að firðir landsins verði eyðimörk verði ekkert að gert. „En Svandís þú ert að standa þig, þú mátt eiga það. Einn ráðherra og þingmanna á Íslandi,“ sagði Bubbi í lok viðtalsins sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Sviðin jörð Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskum ávarpaði einnig fundinn. „Fyrir lágu sorgleg dæmi frá Noregi, Kanada og öðrum löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað og skilið eftir sig sviðna jörð. Sjúkdóma, mengaðar ár og sjór og eyðingu laxastofna,“ sagði Jóhannes í ávarpi sem má sjá hér að neðan. Skilaboðin voru skýr.Valgarð Gíslason Ungir sem aldnir mótmæltu.Valgarð Gíslason Mönnum var heitt í hamsi.Valgarð Gíslason
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira