Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2023 11:15 Boeing 757-þotan TF-FIU, eða Hekla Aurora, oft nefnd Norðurljósaþotan, er núna á leiðinni til Amman í Jordaníu. Hún tekur 184 farþega í sæti. Vilhelm Gunnarsson Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna. Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld. Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.
Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11
Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32