Óttast að spítalinn breytist í líkhús Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 12:28 Mynd frá því í gær á spítalanum á Gasaströndinni. AP/Ali Mahmoud Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Í nótt héldu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið áfram og eru tugir taldir hafa fallið. Ísraelsmenn hafa skrúfað fyrir vatn og rafmagn til svæðisins og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Orkumálaráðherra Ísrael hefur tilkynnt að Ísraelar muni ekki skrúfa aftur frá fyrr en Hamas-samtökin sleppi þeim gíslum sem þeir hafa tekið. Talið er að gíslarnir séu rúmlega hundrað talsins. Vantar rafmagn Stærsti spítali Gasasvæðisins keyrir á rafstöð sem notast við dísil. Eldsneytið klárast eftir fjóra daga og óttast Rauði krossinn að spítalinn muni breytast í líkhús fái þeir ekki eldsneyti á næstunni. Ákveðin upplýsingaóreiða hefur ríkt síðan átökin stigmögnuðust á laugardagsmorgun og hafa samfélagsmiðlar spilað þar stórt hlutverk. Í bland við myndbönd af raunverulegum grimmdarverkum Hamas hafa myndbönd sem tengjast samtökunum ekki neitt verið eignuð þeim á samfélagsmiðlum. Má þar nefna myndband af unglingsstelpu sem kveikt var í í Gvatemala árið 2015 og myndbönd af eldflaugum vera skotið upp sem reyndust svo vera úr tölvuleik. Meira að segja er Joe Biden Bandaríkjaforseti einn þeirra sem hefur orðið fórnarlamb óreiðunnar. Hafði ekki fengið staðfestingu Á blaðamannafundi sagðist forsetinn hafa séð sannreyndar ljósmyndir af ungbörnum og börnum sem höfðu verið afhausuð af Hamas-liðum. Höfðu nokkrir fjölmiðlar haldið því sama fram en aldrei neinn staðfest fyrr en Biden gerði það. Nokkrum klukkutímum síðar þurftu talsmenn Hvíta hússins að leiðrétta þetta, Biden hafi aldrei fengið neina staðfestingu heldur hafi hann einungis verið að vísa í fjölmiðla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira