Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 19:00 Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira