Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 21:15 Virgil van Dijk skoraði markið mikilvæga. Rico Brouwer/Getty Images Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira
David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira
Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05