Niðurstöðunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en indverska þjóðin er ein sú fjölmennasta í heimi og gera má ráð fyrir að þar af séu tugmilljónir samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir.
Yfir 20 mál lágu fyrir í málinu, bæði frá pörum og aðgerðasinnum, sem sögðu núgildandi lög sem gera ekki ráð fyrir hjónabandi samkynja einstaklinga gera þá að annars flokks borgurum.
Bæði stjórnvöld og trúarleiðtogar hafa sett sig mjög upp á móti því að samkynja pör fái að ganga í hjónaband og segja það meðal annars myndu brjóta gegn menningu og hefðum landsins.
Samhliða neikvæðri niðurstöðu sinni lagði Hæstiréttur hins vegar blessun sína yfir tillögu stjórnvalda um skipun nefndar sem mun skoða að veita samkynja pörum sömu félagslegu og lagalegu réttindi og gagnkynhneigð pör njóta.
Þeir sem höfðu vonast eftir annarri niðurstöðu hafa lýst vonbrigðum sínum og saka dómstólinn meðal annars um að hafa viljað koma vandamálinu yfir á einhvern annan. Margir þeirra sem höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið sögðist hins vegar verða að vona að um væri að ræða skref í átt að auknum réttindum.