Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 14:10 Lögregla hefur ekki gefið upp vonina um að drengurinn muni finnast á lífi. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023 Noregur Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023
Noregur Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira