Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 14:10 Lögregla hefur ekki gefið upp vonina um að drengurinn muni finnast á lífi. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023 Noregur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023
Noregur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira