Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:30 Ramsdale og Raya eru að berjast um stöðuna hjá Arsenal. Nick Potts/Getty Images Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira