Hvað verður um matarleifarnar þínar? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 25. október 2023 08:00 Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Gangsetning GAJU markaði tímamót í meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu, en þangað rata allar rétt flokkaðar matarleifar frá heimilum. Engu minni tímamót urðu þegar flokkun á höfuðborgarsvæðinu var samræmd og byrjað að safna matarleifum sérstaklega. Nýja flokkunarkerfinu hefur verið ótrúlega vel tekið og bendir skoðun til að um 65 til 75% af þeim matarleifum sem áður fóru í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fari nú í réttan farveg. Við vonuðumst til að ná svona 50% á fyrsta ári. Við höfum því öll staðið okkur skínandi vel í að gera þetta rétt. Hreinleiki matarleifanna er líka framar vonum. Það er mikilvægt svo moltan standist gæðakröfur, sem gæti verið teflt í tvísýnu ef aðskotahlutum eins og lífplastpokum eða öðru rusli er hent með matarleifunum. Loftslagsstöðin GAJA GAJA hefur allt frá gangsetningu í ágúst árið 2020 meðhöndlað lífrænan úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru við gangsetningu hennar, sérstaklega moltugerðarhlutans, en nú starfar GAJA af fullum krafti og fær loks sérsafnaðar matarleifar til meðhöndlunar, sem á að tryggja hreinleika annarrar tveggja hliðarafurða hennar: moltunnar. Allar matarleifar sem safnað er á höfuðborgarsvæðinu verða því innan skamms endurunnar (sjá skilgreiningu á endurvinnslu í þessari grein). SORPA framleiðir metangas úr matarleifum, og árið 2022 framleiddi GAJA um 697.084 rúmmetra af metangasi sem nýtast í samgöngur og iðnað. Einn rúmmetri af metangasi er álíka orkuríkur og einn lítri af dísilolíu. Þegar gassöfnun á urðunarstaðnum er bætt við slagar metangasframleiðsla SORPU í um tvær milljónir rúmmetra, sem duga til að knýja um 2.000 fólksbíla í heilt ár. GAJA er því fyrst og fremst loftslagsverkefni. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er einn stærsti losunarpóstur á höfuðborgarsvæðinu og losar um 100.000 tonn af koltvísýringi á hverju ári. Það jafngildir losun um 30.000 til 50.000 fólksbíla. Vá. Metangas sem sleppur í andrúmsloftið er skaðvaldur Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast nefnilega ógrynni af metani, sem er þrjátíu sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með því að hætta að urða lífrænan úrgang, og vinna hann við stýrðar aðstæður í GAJA, dregur SORPA úr losun um tugi þúsunda tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fyrir hvert tonn af matarleifum sem eru unnar í GAJU sparast um 800 kíló í losun af koltvísýringi. Þegar GAJA verður fullmettuð af matarleifum má því gera ráð fyrir að hún komi í veg fyrir losun um 20.000 tonnum af gróðurshúsalofttegundum – og þá eru ótalin jákvæð áhrif af notkun metansins og moltunnar. Matarleifar eru sá hluti ruslsins þíns sem við höfum besta yfirsýn yfir. Við fylgjum því eftir frá vöggu til grafar; allt frá því það lendir í gámi í móttöku- og flokkunarstöðinni okkar í Gufunesi, þangað til það er orðnar að metangasi og moltu. Með því að einu að flokka matarleifar tekur þú þátt í að búa til verðmæti og þú kemur í veg fyrir neikvæð áhrif á loftslag. Ruslgrein næstu viku fjallar um blandaða úrganginn. Hann fer í tunnuna með svarta límmiðanum sem var einu sinni eina tunnan fyrir utan nánast öll heimili, en er nú aðeins ætluð fyrir rusl sem á sér engan annan farveg en að vera brennt til að framleiða orku. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Gangsetning GAJU markaði tímamót í meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu, en þangað rata allar rétt flokkaðar matarleifar frá heimilum. Engu minni tímamót urðu þegar flokkun á höfuðborgarsvæðinu var samræmd og byrjað að safna matarleifum sérstaklega. Nýja flokkunarkerfinu hefur verið ótrúlega vel tekið og bendir skoðun til að um 65 til 75% af þeim matarleifum sem áður fóru í tunnuna fyrir blandaðan úrgang fari nú í réttan farveg. Við vonuðumst til að ná svona 50% á fyrsta ári. Við höfum því öll staðið okkur skínandi vel í að gera þetta rétt. Hreinleiki matarleifanna er líka framar vonum. Það er mikilvægt svo moltan standist gæðakröfur, sem gæti verið teflt í tvísýnu ef aðskotahlutum eins og lífplastpokum eða öðru rusli er hent með matarleifunum. Loftslagsstöðin GAJA GAJA hefur allt frá gangsetningu í ágúst árið 2020 meðhöndlað lífrænan úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru við gangsetningu hennar, sérstaklega moltugerðarhlutans, en nú starfar GAJA af fullum krafti og fær loks sérsafnaðar matarleifar til meðhöndlunar, sem á að tryggja hreinleika annarrar tveggja hliðarafurða hennar: moltunnar. Allar matarleifar sem safnað er á höfuðborgarsvæðinu verða því innan skamms endurunnar (sjá skilgreiningu á endurvinnslu í þessari grein). SORPA framleiðir metangas úr matarleifum, og árið 2022 framleiddi GAJA um 697.084 rúmmetra af metangasi sem nýtast í samgöngur og iðnað. Einn rúmmetri af metangasi er álíka orkuríkur og einn lítri af dísilolíu. Þegar gassöfnun á urðunarstaðnum er bætt við slagar metangasframleiðsla SORPU í um tvær milljónir rúmmetra, sem duga til að knýja um 2.000 fólksbíla í heilt ár. GAJA er því fyrst og fremst loftslagsverkefni. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er einn stærsti losunarpóstur á höfuðborgarsvæðinu og losar um 100.000 tonn af koltvísýringi á hverju ári. Það jafngildir losun um 30.000 til 50.000 fólksbíla. Vá. Metangas sem sleppur í andrúmsloftið er skaðvaldur Þegar lífrænn úrgangur er urðaður myndast nefnilega ógrynni af metani, sem er þrjátíu sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með því að hætta að urða lífrænan úrgang, og vinna hann við stýrðar aðstæður í GAJA, dregur SORPA úr losun um tugi þúsunda tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fyrir hvert tonn af matarleifum sem eru unnar í GAJU sparast um 800 kíló í losun af koltvísýringi. Þegar GAJA verður fullmettuð af matarleifum má því gera ráð fyrir að hún komi í veg fyrir losun um 20.000 tonnum af gróðurshúsalofttegundum – og þá eru ótalin jákvæð áhrif af notkun metansins og moltunnar. Matarleifar eru sá hluti ruslsins þíns sem við höfum besta yfirsýn yfir. Við fylgjum því eftir frá vöggu til grafar; allt frá því það lendir í gámi í móttöku- og flokkunarstöðinni okkar í Gufunesi, þangað til það er orðnar að metangasi og moltu. Með því að einu að flokka matarleifar tekur þú þátt í að búa til verðmæti og þú kemur í veg fyrir neikvæð áhrif á loftslag. Ruslgrein næstu viku fjallar um blandaða úrganginn. Hann fer í tunnuna með svarta límmiðanum sem var einu sinni eina tunnan fyrir utan nánast öll heimili, en er nú aðeins ætluð fyrir rusl sem á sér engan annan farveg en að vera brennt til að framleiða orku. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun