Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 22:22 Svifflugur Þjóðverja á Sandskeiði sumarið 1938. Svifflugfélag Íslands Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum. Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57
Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05