Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. október 2023 12:31 Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun