Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks Vísir/Getty Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira