Taylor Swift orðin milljarðamæringur Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 16:11 Taylor Swift á tónleikum í New Jersey á árinu. Tónleikaferðalagi hennar á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. EPA/SARAH YENESEL Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira