„Ótrúlega aumingjalegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 12:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01