Mike Pence var varaforseti í forsetatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta en hefur undanfarið skotið föstum skotum á forsetann fyrrverandi. Hann hefur meðal annars sagt orð Trumps um kosningasvindl kolröng og þá gagnrýndi hann árásina á þinghúsið, 6. janúar 2021, harðlega.
Sjá einnig: Pence bar vitni í kosningamáli Trump
NBC greinir frá því að Pence hafi tilkynnt í dag að hann hygðist hætta við framboðið. Erfiðlega hefur gengið að afla fylgis í rauðu ríkjum Bandaríkjanna, margir fylgi Trump enn og hafi ímugust á Pence fyrir að hafa staðfest niðurstöðu kosninganna árið 2020.
There is a time for every purpose under Heaven. After traveling the country the past six months, it has become clear this is not my time.
— Mike Pence (@Mike_Pence) October 28, 2023
As we leave this campaign, we do so with grateful hearts. I will always be grateful for the opportunities my family and I have been given pic.twitter.com/bsmc94Lxjw