Undankeppni mótsins fór fram á föstudag og þar endaði Freyja Dís í 2. sæti með 571 stig. Eftir útsláttarkeppni voru Freyja Dís og Lea Tonus frá Lúxemborg tvær eftir og léku því um gullverðlaun.
Úrslitaviðureignin var mjög spennandi og fór það svo að Lea Tonus vann með eins stigs mun, 142-141.
„Geggjuð niðurstaða en hefði getað gert betur,“ sagði Freyja að móti loknu.