Skoðun

12 milljarðar = fæðu­öryggi tryggt

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags.

Það þarf að stokka spilin í því umhverfi sem samfélagið bý landbúnaði á Íslandi. Það vantar ekki hyggjuvit í bændastétt, útsjónarsemi eða dugnað. Það sem vantar er að við horfumst í augu við aðstæður og þær staðreyndir sem nú eru komin upp á yfirborðið. Lengi hefur verið sagt að íslenskur landbúnaður búi við ofur styrki hins opinbera, við skoðun standast þær fullyrðingar ekki. Íslenskur landbúnaður og þær afurðir sem til verða í þeirri framleiðslugrein er gæðavara, hrein afurð sem byggir á hreinu loftslagi, hreinu vatni og lítilli sýklalyfjanotkun og útkoman eru matvæli í heimsklassa.

Á það hefur verið bent að það vanti mögulega um 12 milljarða inn í landbúnaðarkerfið til þess að staða bænda styrkist. Mikilvægt er rýna þá tölu vel en ef 12 milljarðar eru rétta talan þá eru 12 milljarðar gott fólk smáaurar í stóra samhengi hlutanna þegar matvælaöryggi heillar þjóðar er um að ræða.

Ég skora að ríkisvaldið, matvælaráðherra og fjármálaráðherra, með fulltingi þingmanna allra að grípa í taumana, setja aukið fjármagn í okkar einstaka landbúnað og skapa jafnframt Byggðarstofnun svigrúm til að koma með sértækar aðgerðir til handa skuldsettum búum á landinu.

Ég er handviss um að við almenningur í landinu munum styðja slíkar aðgerðir, núna er tíminn !

Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×