Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2023 19:17 Beate Stormo, listamaður, sem smíðaði Eddu af miklum glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira