Félagstengsl og einmanaleiki – hver er staðan? Ingrid Kuhlman skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun