Dreifðu gervigreindarnektarmyndum af samnemendum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 10:50 Myndirnar munu hafa verið í dreifingu í sumar og á að vera búið að eyða þeim. Foreldrar stúlknanna óttast að þær stingi aftur upp kollinum. Getty Drengir í framhaldsskóla í New Jersey í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að dreifa nektarmyndum af stúlkum í skólanum. Myndirnar eru þó ekki raunverulegar, heldur gerðar með aðstoð gervigreindar. Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Foreldrar einhverra stúlkna hafa leitað til lögreglunnar eftir að skólastjóri Westfield High School sendi tölvupóst á foreldra á dögunum. CBS í New York segir að myndirnar hefðu verið í dreifingu í sumar en yfirmenn skólans hafi fengið vitneskju af þeim í síðasta mánuði. Í pósti skólastjórans kom fram að nektarmyndirnar hafi verið gerðar á grunni raunverulegra mynda en talið væri að þeim hefði verið eytt og væru ekki lengur í dreifingu. Óljóst er hve margar myndir um er að ræða og hve umfangsmikil dreifing þeirra var en skólastjórinn segir málið í rannsókn. Dorota Mani, móðir einnar stúlku sem myndir voru gerðar af, segir í samtali við CBS að hún hafi leitað til lögreglunnar. Hún segir dóttur sína og aðrar stúlkur vera miður sín yfir þessu. Miðillinn hefur eftir fleiri foreldrum að dætrum þeirra hafi fundist þær niðurlægðar og valdlausar og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvort slíkar myndir gætu valdið þeim skaða, skjóti þær upp kollinum aftur seinna. Óljóst lagaumhverfi Notkun gervigreindar til að breyta myndum eða skapa nýjar myndir hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum og árum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir sérfræðingum að þó breyttar myndir og myndbönd af frægu fólki njóti iðulega mikillar athygli sé umræddi gervigreindartækni lang mest notuð til að búa til klámfengnar myndir og myndbönd. Lagaumhverfi myndefnis af þessu tagi er mjög óljóst. Frumvarp hefur verið lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem myndi gera dreifingu nektar-gervigreindarmynda af fólki ólöglega. Ráðamenn í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa þegar gripið til aðgerða og bannað dreifingu gervi-kláms, samkvæmt frétt WSJ. Jon Bramnick, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi New Jersey, segist vera að skoða hvort hægt sé að nota núgildandi lög til að refsa fólki fyrir dreifingu myndefnis eins þess sem fjallað er um hér. Sé það ekki hægt muni hann semja frumvarp þar að lútandi. Mikið af barnaklámi á netinu Gervigreind hefur einnig verið notuð til að búa til gífurlega mikið af barnaklámi og er slíkum myndum og myndböndum dreift á netinu. Þar er meðal verið að skapa nýjar myndir og breyta barnaklámsmyndum sem þegar eru til. Sérfræðingar óttast að þetta muni gera baráttu gegn barnaklámi mun erfiðari og gera rannsakendum erfiðara að finna raunveruleg fórnarlömb. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér forsetatilskipun í vikunni þar sem hann hvatti þingmenn til að semja lög um að gera gervigreindar-barnaklám ólöglegt og verja fólk gegn dreifingu klámmynda af þeim sem gerðar voru með gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19. september 2023 21:05