Skrýtin uppákoma í Hæstarétti, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skriflegur sem ég gerði. Mér fannst Hæstiréttur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt. Mér var munnlega svarað stuttu eftir að ég sótti um, í gegnum skrifstofustjóra Hæstaréttar, á þá leið að búið væri að samþykkja umsókn mína, það er skriflegan málflutning. Ég fór ekki fram á að fá samþykktina skriflega. Taldi að henni væri treystandi eins og nýju neti. Þetta var jú sjálfur Hæstiréttur Íslands. Skriflegur málflutningur byggist á því að réttinum og gagnaðila er sendur málflutningur í skriflegu formi sem gagnaðilinn síðan svarar skriflega eftir að hafa fengið ákveðinn frest til þess. Síðar var sagt að samþykktinni hefði verið hafnað með bréfi sem hefði verið sent í pósti tveimur mánuðum eftir hina munnlegu samþykkt og tveimur mánuðum áður en mér var sagt frá efni hennar. Ég veit einungis að mér hefur aldrei borist bréfið. Mér fannst athyglisvert hvernig Hæstiréttur Íslands kom skilaboðunum á framfæri á tölvuöld. Ég hef reyndar mínar efasemdir um að það hafi yfirleitt verið sent. Ég var í sambandi við réttinn fáeinum dögum áður en bréfið var sagt sent. Þá var mér sagt að ekki væri búið að ákveða skiladag fyrir skriflega málflutninginn. Lögmaður sagði mér að hann hefði verið í sambandi við Hæstarétt um svipað leyti, líklega einhverjum dögum seinna, þar sem honum var sagt að ég væri með skriflegan málflutning. Þegar ég fékk vitneskjuna um afturköllunina hafði ég þegar lokið við að undirbúa skriflegan málflutning þannig að ég þurfti að breyta honum í munnlegan. Það var veruleg breyting vegna þess að ég vissi ekki fyrr en eftir það að Hæstiréttur krefðist þess að hann færi ekki yfir 30 mínútur en ég hafði haft þann skriflega sem svaraði þreföldum þeim tíma. Um 20 blaðsíður í stað 7-8. Að vísu voru til dæmis tilvitnanir í skjöl mjög umfangsmiklar en ég lagði mikla áherslu á þær enda byggðist málflutningur minn mjög mikið á skriflegum sönnunum. Þeim varð ég að sleppa sem mér fannst veikja hann verulega. Þegar ég bað um skýringar á afturkölluninni var því fyrst borið við að hinn aðili málsins vildi það ekki. Síðar var sagt að skriflegur málflutningur væri bara samþykktur við alveg sérstakar aðstæður sem ekki væru fyrir hendi. Ekki var unnt að fá útskýrt hvaða sérstakar aðstæður þyrfti til. Við málflutninginn kom svo fram að dómararnir vildu bara hafa þetta svona. Þeim þætti það bara best enda vanastir því. Mín rök skiptu sem sagt engu máli. Það sem var nokkuð sérstakt við þessar umræður milli aðila var að ég hélt fram fjórum ástæðum til rökstuðnings mínum málstað. Þeir svöruðu aðeins hvað varðaði eina af þeim enda vissi ég ekki til þess að þeir gerðu neitt til þess að skoða málið. Hún varðaði það að ég heyrði illa í stórum sölum sem ekki væru lausir við bergmál. Þeim ástæðum var í engu svarað að ég væri ólöglærður, mér finndist málið vera þannig vaxið að töluvert flóknar útskýringar af minni hálfu þyrfti til að koma málinu til skila. Tilvísunum í gögn málsins yrði að sleppa við munnlegan málflutning en þær þyrftu að verða mjög umfangsmiklar. Auðvelt myndi verða fyrir dómarana að tileinka sér þær við lestur á texta og fletta þeim upp eftir því sem þeim þætti þörf á.Mér finnst þessi níska á röksemdir af hálfu Hæstaréttar mjög í anda dómskerfisins í heild. Er ég þá með hugann við að dómarar geti rökstutt dóma einungis frá sjónarmiði þess sem hann dæmir í hag sem auðveldar það mjög að þeir geti dæmt hverjum sem er í vil. Ég tel að munnleg aðalmeðferð sé oft mótdræg hinum ólöglærða. Hér á hann að eiga valið hvort hann velur munnlegan eða skriflegan málflutning sé yfirleitt vilji fyrir jafnræði í dómstólum landsins. Með skriflegum málflutningi er unnt að draga úr margs konar yfirburðum lögmanna. Sem dæmi má nefna yfirburða lögfræðikunnáttu og yfirburðakunnáttu í að setja fram dómsmál. Þá er það einnig mikilvægt að hinn ólöglærði geti ráðfært sig við löglærða milli umferða til þess að geta betur varist hugsanlegum lagaklækjum hins aðilans. Ég geri ráð fyrir að umferðirnar yrðu tvær. Þá er eftir að spyrja hvort þær aðfarir sem lýst er í þessu máli séu boðlegar. Þar sem um er að ræða Hæstarétt Íslands finnst mér það fjarri lagi. Mér finnst að þar þurfi menn að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Annars er hætt við að þeir glati virðingu annarra sem ég held reyndar að þeir séu smám saman að gera. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skriflegur sem ég gerði. Mér fannst Hæstiréttur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt. Mér var munnlega svarað stuttu eftir að ég sótti um, í gegnum skrifstofustjóra Hæstaréttar, á þá leið að búið væri að samþykkja umsókn mína, það er skriflegan málflutning. Ég fór ekki fram á að fá samþykktina skriflega. Taldi að henni væri treystandi eins og nýju neti. Þetta var jú sjálfur Hæstiréttur Íslands. Skriflegur málflutningur byggist á því að réttinum og gagnaðila er sendur málflutningur í skriflegu formi sem gagnaðilinn síðan svarar skriflega eftir að hafa fengið ákveðinn frest til þess. Síðar var sagt að samþykktinni hefði verið hafnað með bréfi sem hefði verið sent í pósti tveimur mánuðum eftir hina munnlegu samþykkt og tveimur mánuðum áður en mér var sagt frá efni hennar. Ég veit einungis að mér hefur aldrei borist bréfið. Mér fannst athyglisvert hvernig Hæstiréttur Íslands kom skilaboðunum á framfæri á tölvuöld. Ég hef reyndar mínar efasemdir um að það hafi yfirleitt verið sent. Ég var í sambandi við réttinn fáeinum dögum áður en bréfið var sagt sent. Þá var mér sagt að ekki væri búið að ákveða skiladag fyrir skriflega málflutninginn. Lögmaður sagði mér að hann hefði verið í sambandi við Hæstarétt um svipað leyti, líklega einhverjum dögum seinna, þar sem honum var sagt að ég væri með skriflegan málflutning. Þegar ég fékk vitneskjuna um afturköllunina hafði ég þegar lokið við að undirbúa skriflegan málflutning þannig að ég þurfti að breyta honum í munnlegan. Það var veruleg breyting vegna þess að ég vissi ekki fyrr en eftir það að Hæstiréttur krefðist þess að hann færi ekki yfir 30 mínútur en ég hafði haft þann skriflega sem svaraði þreföldum þeim tíma. Um 20 blaðsíður í stað 7-8. Að vísu voru til dæmis tilvitnanir í skjöl mjög umfangsmiklar en ég lagði mikla áherslu á þær enda byggðist málflutningur minn mjög mikið á skriflegum sönnunum. Þeim varð ég að sleppa sem mér fannst veikja hann verulega. Þegar ég bað um skýringar á afturkölluninni var því fyrst borið við að hinn aðili málsins vildi það ekki. Síðar var sagt að skriflegur málflutningur væri bara samþykktur við alveg sérstakar aðstæður sem ekki væru fyrir hendi. Ekki var unnt að fá útskýrt hvaða sérstakar aðstæður þyrfti til. Við málflutninginn kom svo fram að dómararnir vildu bara hafa þetta svona. Þeim þætti það bara best enda vanastir því. Mín rök skiptu sem sagt engu máli. Það sem var nokkuð sérstakt við þessar umræður milli aðila var að ég hélt fram fjórum ástæðum til rökstuðnings mínum málstað. Þeir svöruðu aðeins hvað varðaði eina af þeim enda vissi ég ekki til þess að þeir gerðu neitt til þess að skoða málið. Hún varðaði það að ég heyrði illa í stórum sölum sem ekki væru lausir við bergmál. Þeim ástæðum var í engu svarað að ég væri ólöglærður, mér finndist málið vera þannig vaxið að töluvert flóknar útskýringar af minni hálfu þyrfti til að koma málinu til skila. Tilvísunum í gögn málsins yrði að sleppa við munnlegan málflutning en þær þyrftu að verða mjög umfangsmiklar. Auðvelt myndi verða fyrir dómarana að tileinka sér þær við lestur á texta og fletta þeim upp eftir því sem þeim þætti þörf á.Mér finnst þessi níska á röksemdir af hálfu Hæstaréttar mjög í anda dómskerfisins í heild. Er ég þá með hugann við að dómarar geti rökstutt dóma einungis frá sjónarmiði þess sem hann dæmir í hag sem auðveldar það mjög að þeir geti dæmt hverjum sem er í vil. Ég tel að munnleg aðalmeðferð sé oft mótdræg hinum ólöglærða. Hér á hann að eiga valið hvort hann velur munnlegan eða skriflegan málflutning sé yfirleitt vilji fyrir jafnræði í dómstólum landsins. Með skriflegum málflutningi er unnt að draga úr margs konar yfirburðum lögmanna. Sem dæmi má nefna yfirburða lögfræðikunnáttu og yfirburðakunnáttu í að setja fram dómsmál. Þá er það einnig mikilvægt að hinn ólöglærði geti ráðfært sig við löglærða milli umferða til þess að geta betur varist hugsanlegum lagaklækjum hins aðilans. Ég geri ráð fyrir að umferðirnar yrðu tvær. Þá er eftir að spyrja hvort þær aðfarir sem lýst er í þessu máli séu boðlegar. Þar sem um er að ræða Hæstarétt Íslands finnst mér það fjarri lagi. Mér finnst að þar þurfi menn að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Annars er hætt við að þeir glati virðingu annarra sem ég held reyndar að þeir séu smám saman að gera. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun