Upplýsum ferðamenn Sveinn Gauti Einarsson skrifar 7. nóvember 2023 09:01 Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slysavarnir Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun