Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þess í stað muni álagningarseðlar birtast í heimabanka umráðamanns eða eiganda bílsins og inn á persónulegu pósthólfi viðkomandi á Ísland.is.
„Þetta á við hvort sem lagt er á aukastöðugjald vegna þess að ekki er greitt fyrir stæði eða stöðubrotsgjald fyrir að leggja ólöglega.
Þetta er eitt af fyrstu skrefunum í innleiðingu nýrrar tækni í eftirliti með stöðvun og lagningu bifreiða, auk þess sem það er umhverfisvænna að sleppa prentun. Fyrst um sinn verða settir forprentaðir miðar undir rúðuþurrku, sem minna á þessa breytingu,“ segir í tilkynningunni.