Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira