„Ráðherrann ber ábyrgð á öllu bixinu“ Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Brynjar segir að Lilja komst ekkert hjá því að bera ábyrgð á þeim styrkjum sem féllu til fjölmiðla, jafnvel þó hún vilji fela sig á bak við óháða úthlutunarnefnd. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, kjósa að fela ábyrgð sína við útdeilingu styrkja til fjölmiðla. „Til að tryggja að úthlutun úr þessari ótakmörkuðu auðlind sé fagleg er sérstakri úthlutunarnefnd falið verkefnið,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Hann beitir stílbragði því sem hann hefur óspart verið að slípa undanfarin ár, sem er háðið: „Engir aukvisar sem tilnefna í hana en það eru Hæstiréttur Íslands, hvorki meira né minna, Ríkisendurskoðandi og svo er alltaf af óskiljanlegum ástæðum háskólunum falið að tilefna einn. Skil ekki af hverju ráðherra tilnefnir ekki í nefndir og stjórnir í stað þess að þvæla öðrum stofnunum í verkið sem kemur þetta ekkert við og er ætlað allt annað hlutverk. Það er nú einu sinni þannig að það er ráðherrann sem ber ábyrgð á öllu bixinu.“ Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi var fjölmiðlum úthlutað styrkjum. Og sýnist sitt hverjum. Það sem vekur sérstaka athygli Brynjars er sú staðreynd að Heimildin, sem er talsvert miklu minni miðill en til að mynda þeir sem Morgunblaðið rekur, hlýtur helming þeirrar upphæðar sem féll til Árvakurs. „Miklar gleðifregnir bárust okkur á föstudaginn þegar tilkynnt var um 470 milljóna úthlutun frá skattgreiðendum til einkarekinna fjölmiðla. Þar af fékk rekstrarfélag Heimildarinnar rúmlega 54 milljónir. Það hlýtur að duga þeim eitthvað til að halda áfram að grafa undan íslensku atvinnulífi og sverta orðspor Íslands um allan heim,“ skrifar Brynjar. Og bætir því við að það sé þó ekkert á við tæpu sjö milljarðana sem RÚV fái í sama verkefni. Alþingi Rekstur hins opinbera Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Til að tryggja að úthlutun úr þessari ótakmörkuðu auðlind sé fagleg er sérstakri úthlutunarnefnd falið verkefnið,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Hann beitir stílbragði því sem hann hefur óspart verið að slípa undanfarin ár, sem er háðið: „Engir aukvisar sem tilnefna í hana en það eru Hæstiréttur Íslands, hvorki meira né minna, Ríkisendurskoðandi og svo er alltaf af óskiljanlegum ástæðum háskólunum falið að tilefna einn. Skil ekki af hverju ráðherra tilnefnir ekki í nefndir og stjórnir í stað þess að þvæla öðrum stofnunum í verkið sem kemur þetta ekkert við og er ætlað allt annað hlutverk. Það er nú einu sinni þannig að það er ráðherrann sem ber ábyrgð á öllu bixinu.“ Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi var fjölmiðlum úthlutað styrkjum. Og sýnist sitt hverjum. Það sem vekur sérstaka athygli Brynjars er sú staðreynd að Heimildin, sem er talsvert miklu minni miðill en til að mynda þeir sem Morgunblaðið rekur, hlýtur helming þeirrar upphæðar sem féll til Árvakurs. „Miklar gleðifregnir bárust okkur á föstudaginn þegar tilkynnt var um 470 milljóna úthlutun frá skattgreiðendum til einkarekinna fjölmiðla. Þar af fékk rekstrarfélag Heimildarinnar rúmlega 54 milljónir. Það hlýtur að duga þeim eitthvað til að halda áfram að grafa undan íslensku atvinnulífi og sverta orðspor Íslands um allan heim,“ skrifar Brynjar. Og bætir því við að það sé þó ekkert á við tæpu sjö milljarðana sem RÚV fái í sama verkefni.
Alþingi Rekstur hins opinbera Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira