„Ráðherrann ber ábyrgð á öllu bixinu“ Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Brynjar segir að Lilja komst ekkert hjá því að bera ábyrgð á þeim styrkjum sem féllu til fjölmiðla, jafnvel þó hún vilji fela sig á bak við óháða úthlutunarnefnd. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, kjósa að fela ábyrgð sína við útdeilingu styrkja til fjölmiðla. „Til að tryggja að úthlutun úr þessari ótakmörkuðu auðlind sé fagleg er sérstakri úthlutunarnefnd falið verkefnið,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Hann beitir stílbragði því sem hann hefur óspart verið að slípa undanfarin ár, sem er háðið: „Engir aukvisar sem tilnefna í hana en það eru Hæstiréttur Íslands, hvorki meira né minna, Ríkisendurskoðandi og svo er alltaf af óskiljanlegum ástæðum háskólunum falið að tilefna einn. Skil ekki af hverju ráðherra tilnefnir ekki í nefndir og stjórnir í stað þess að þvæla öðrum stofnunum í verkið sem kemur þetta ekkert við og er ætlað allt annað hlutverk. Það er nú einu sinni þannig að það er ráðherrann sem ber ábyrgð á öllu bixinu.“ Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi var fjölmiðlum úthlutað styrkjum. Og sýnist sitt hverjum. Það sem vekur sérstaka athygli Brynjars er sú staðreynd að Heimildin, sem er talsvert miklu minni miðill en til að mynda þeir sem Morgunblaðið rekur, hlýtur helming þeirrar upphæðar sem féll til Árvakurs. „Miklar gleðifregnir bárust okkur á föstudaginn þegar tilkynnt var um 470 milljóna úthlutun frá skattgreiðendum til einkarekinna fjölmiðla. Þar af fékk rekstrarfélag Heimildarinnar rúmlega 54 milljónir. Það hlýtur að duga þeim eitthvað til að halda áfram að grafa undan íslensku atvinnulífi og sverta orðspor Íslands um allan heim,“ skrifar Brynjar. Og bætir því við að það sé þó ekkert á við tæpu sjö milljarðana sem RÚV fái í sama verkefni. Alþingi Rekstur hins opinbera Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Til að tryggja að úthlutun úr þessari ótakmörkuðu auðlind sé fagleg er sérstakri úthlutunarnefnd falið verkefnið,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Hann beitir stílbragði því sem hann hefur óspart verið að slípa undanfarin ár, sem er háðið: „Engir aukvisar sem tilnefna í hana en það eru Hæstiréttur Íslands, hvorki meira né minna, Ríkisendurskoðandi og svo er alltaf af óskiljanlegum ástæðum háskólunum falið að tilefna einn. Skil ekki af hverju ráðherra tilnefnir ekki í nefndir og stjórnir í stað þess að þvæla öðrum stofnunum í verkið sem kemur þetta ekkert við og er ætlað allt annað hlutverk. Það er nú einu sinni þannig að það er ráðherrann sem ber ábyrgð á öllu bixinu.“ Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi var fjölmiðlum úthlutað styrkjum. Og sýnist sitt hverjum. Það sem vekur sérstaka athygli Brynjars er sú staðreynd að Heimildin, sem er talsvert miklu minni miðill en til að mynda þeir sem Morgunblaðið rekur, hlýtur helming þeirrar upphæðar sem féll til Árvakurs. „Miklar gleðifregnir bárust okkur á föstudaginn þegar tilkynnt var um 470 milljóna úthlutun frá skattgreiðendum til einkarekinna fjölmiðla. Þar af fékk rekstrarfélag Heimildarinnar rúmlega 54 milljónir. Það hlýtur að duga þeim eitthvað til að halda áfram að grafa undan íslensku atvinnulífi og sverta orðspor Íslands um allan heim,“ skrifar Brynjar. Og bætir því við að það sé þó ekkert á við tæpu sjö milljarðana sem RÚV fái í sama verkefni.
Alþingi Rekstur hins opinbera Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira