Grýttu platpeningum í „Dollarumma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 21:00 Gianluigi Donnarumma tekur upp platpeningana sem kastað var í hann. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma. Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30