Vill sjá íslenska landsliðið spila mikilvægan heimaleik í Malmö Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 12:10 Åge Hareide, landsliðsþjálfari, og Guðlaugur Victor. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í stöðuna á Laugardalsvelli og þá ákvörðun KSÍ að óska eftir því að leika mikilvæga leiki utan landssteinanna í mars á næsta ári. Eins og greint hefur verið frá hefur KSÍ hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Litlar líkur eru á því að heimaleikur Íslands í mögulegu umspili verði spilaður hér á landi. „Auðvitað er þetta ekki góð staða en við getum ekki ráðið við veðurfarslegar aðstæður í Reykjavík í mars. Eina sem hægt er að gera í stöðunni til framtíðar er að byggja nýjan völl eða setja hita undir Laugardalsvöll,“ sagði Hareide um stöðu mála á blaðamannafundinum fyrr í dag. Slíkt verður ekki gert fyrir mögulegan umspilsleik í Þjóðadeildinni í mars á næsta ári. „Ég hef lagt til við KSÍ að við myndum spila í Malmö ef það er möguleiki,“ sagði Hareide en hann á góðar tengingar þangað eftir að hafa starfað sem aðalþjálfari Malmö á sínum tíma um nokkurra ára skeið. „Ég hef verið þar áður og veit að stuðningsmenn Malmö myndu styðja vel við bakið á okkur. Þá er tiltölulega auðvelt fyrir stuðningsmenn Íslands að ferðast þangað. Ég væri til í að við myndum spila þar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28 Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hefur KSÍ hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Litlar líkur eru á því að heimaleikur Íslands í mögulegu umspili verði spilaður hér á landi. „Auðvitað er þetta ekki góð staða en við getum ekki ráðið við veðurfarslegar aðstæður í Reykjavík í mars. Eina sem hægt er að gera í stöðunni til framtíðar er að byggja nýjan völl eða setja hita undir Laugardalsvöll,“ sagði Hareide um stöðu mála á blaðamannafundinum fyrr í dag. Slíkt verður ekki gert fyrir mögulegan umspilsleik í Þjóðadeildinni í mars á næsta ári. „Ég hef lagt til við KSÍ að við myndum spila í Malmö ef það er möguleiki,“ sagði Hareide en hann á góðar tengingar þangað eftir að hafa starfað sem aðalþjálfari Malmö á sínum tíma um nokkurra ára skeið. „Ég hef verið þar áður og veit að stuðningsmenn Malmö myndu styðja vel við bakið á okkur. Þá er tiltölulega auðvelt fyrir stuðningsmenn Íslands að ferðast þangað. Ég væri til í að við myndum spila þar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28 Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28
Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42