Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Andri Már Eggertsson skrifar 8. nóvember 2023 23:55 Sigurður Bragason var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. Haukar unnu afar sannfærandi sigur gegn ÍBV 38-17. Að mati Sigurðar voru Haukar að spila á móti börnum í hans liði enda þurfti Sigurður að hvíla marga lykilmenn vegna álags. „Við vissum að þetta yrði svona. Þetta snerist ekkert heldur spilaðist þetta svona frá fyrstu mínútu. Haukar voru miklu betri enda að mæta börnum þar sem við vorum með leikmann úr fjórða flokki og fjóra leikmenn úr þriðja flokki og stelpur sem voru að koma inn í liðið hjá okkur. Þetta var getumunurinn á liðunum,“ sagði Sigurður aðspurður hvar leikurinn tapaðist en ÍBV hvíldi sex leikmenn úr aðalliðinu. Skilur ekki af hverju leikurinn fór fram Sigurður var sótillur með þá ákvörðun að leikurinn skyldi fram. ÍBV óskaði ítrekað eftir því að leiknum yrði frestað þar sem liðið er að taka þátt í Evrópuverkefni og liðið mun leika fjóra leiki á átta dögum. „Þú verður að spyrja aðra en mig hvers vegna leikurinn var spilaður. Á faglegan hátt erum við búin að benda á ekki í neinum rifrildum heldur fengum við lækna, sjúkraþjálfara og það eru menn starfandi fyrir utan okkur að benda á það að slysatíðni hjá konum í íþróttum er töluvert hærri heldur en hjá körlum. Við sjáum það á krossbandaslitum að það er miklu meira um það hjá stelpum. Við sjáum það þegar að stelpur eru á blæðingum og það koma alls konar hlutir sem spila inn í.“ „Við sendum erindi fyrir tíu dögum síðan og bentum á að við treystum okkur ekki í þetta. Ofan í Evrópukeppni spiluðum við síðasta laugardag, síðan í dag og aftur næsta fimmtudag. Við erum að setja stelpurnar í hættu og þau svör sem við fáum er að við áttum að vita þetta fyrir mót. Sem var ekki.“ Sigurður benti á að mörg karlalið bæði í knattspyrnu og handbolta hafa fengið frestun vegna þátttöku í Evrópukeppni. „Alls staðar þar sem íslensk lið hafa tekið þátt í Evrópukeppni. Breiðablik í fótboltanum í sumar og karlalið Vals í fyrra. Við fengum frestun í fyrra þar sem lið færðu leiki til þess að aðstoða við þetta.“ „Við erum búin að koma okkur í 54. sæti á heimslistanum. Við erum búin að vinna okkur upp í þetta sæti. Þetta er ekki bara við heldur kvennahandbolti á Íslandi. Við erum búin að hækka rána og hækka styrkleikastigið og koma íslenska kvennalandsliðinu ofar í styrkleikatöflunni en skilaboðin sem HSÍ sendir okkur er að þeim sé drullusama hvað þið séuð að gera í Evrópu. Komið bara og spilið.“ HSÍ hunsaði eigin reglugerð að mati Sigurðar Sigurður sagði frá skipulagi liðsins og þeim skilaboðum frá HSÍ að ef ÍBV myndi ekki mæta þá myndi leikurinn tapast 10-0 og liðið dæmt úr Íslandsmótinu. „Við settum upp plan að fara klukkan 09.30 í morgun. Herjólfur felldi niður þá ferð sem við áttum að fara í. Þá er reglugerð hjá HSÍ að leikurinn færist um einn dag. Allir hjá okkur fóru í skólann og vinnu.“ Reglugerð á vef HSÍ Skjáskot/HSI.is „Klukkan 13.00 segir HSÍ ef þið komið ekki núna þá dæmist leikurinn 10-0 tap og þið eruð úr Íslandsmótinu. HSÍ er með reglugerð sem er aðallega gerð fyrir liðin ofan á landi. Vegna þess að þegar að þau eru að koma og það fellur niður ferð þá er leikið næsta dag. Það er ekki hægt að hafa leikmenn hjá sér þar sem þetta er ekki atvinnumennska. Fólk er í vinnu og skóla. HSÍ hunsaði þessa reglu og henti henni frá sér. Í þokkabót svöruðu þeir engu heldur sögðu bara að ef þið komið ekki þá tapið þið 10-0 og eruð úr Íslandsmótinu.“ „Þetta eru þau skilaboð sem við fáum frá sambandinu sem á að vera að verja okkur og við erum að berjast fyrir hagsmunum kvenna og íþrótta þar sem við erum að setja fullt af peningum í þetta en fáum þetta frá sambandinu og frá Haukum.“ HSÍ braut eigin reglu Sigurður var afar ósáttur með Díönu Guðjónsdóttur sem þjálfar kvennalið Hauka ásamt Stefáni Arnarssyni. Díana hafði talað opinberlega um álag á íþróttakonum í Hliðarlínunni á Stöð 2 og Sigurði fannst það að skjóta skökku við að Haukar vildu ekki fresta leiknum. „Unglingalandsliðsþjálfarinn, Díana, [Guðjónsdóttir] var í þætti um daginn að tala um álag á íþróttakonum en er síðan hérna og krefst þess að við spilum við Hauka. Þá skalt þú spyrja hana af því hvers vegna talar hún um þetta í sjónvarpsþætti rosalega uppstillt og fín. Síðan þegar að það kemur að því að standa saman þá er þetta gert svona.“ Aðspurður hvers vegna ÍBV sigldi með björgunarbátnum Þór klukkan 14.30 í stað Herjólfs klukkan 12.00. „Við erum með plan sem var sett upp á sunnudaginn. Þetta snýst ekki um að bíða eftir Herjólfi. Stelpurnar eru í vinnu og ég er með sjúkraþjálfara og alls konar. Plan 1 var að við ætluðum að taka Herjólf 09.30 í stað 07.00 svo stelpurnar gætu sofið aðeins lengur og það var spáð rjómablíðu.“ „Þegar að það var gefið út klukkan 06.00 í morgun að það væri ekki siglt þá dettum við á plan 2 sem er að við værum ekki að fara í dag þar sem reglugerð HSÍ segir til um það. Stelpurnar fóru því í skóla, vinnu og síðan fóru tvær í sjúkraþjálfun klukkan níu í morgun sem þær hefðu annars ekki gert á leikdegi. Við breyttum því yfir í þetta plan. Eftir hádegi í dag fengum við bréf frá mótanefnd að ef þið komið ekki í dag þá endar leikurinn með 10-0 tapi og brottvísun úr Íslandsmótinu. Þeir brutu regluna sem er til.“ „Nú er verið að brjóta á kvenfólki. Það er verið að brjóta á rétti kvenna með því að setja þær í hættulega stöðu. Hvar ætla fjölmiðlar að taka á þessu og ég spyr mig að því.“ ÍBV vildi spila leikinn eftir áramót og var tilbúið að hafa Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur utan hóps þegar að leikurinn yrði spilaður. „Nú er ÍBV að væla, þannig lítur þetta út utan frá. Ég er með lækna sem segja að spila fjóra leiki á átta dögum sé hættulegt. Við buðum Haukum að spila leikinn eftir áramót. Við sögðumst ekki ætla að hafa Hrafnhildi Hönnu og Birnu Berg í hóp þrátt fyrir að það hafi verið kjaftasaga um annað.“ Afstaða Hauka skammarleg Aðspurður hvað Sigurði fannst um afstöðu Hauka í þessu máli sagði hann að hún væri til skammar og skaut föstum skotum á Díönu Guðjónsdóttur. „Hún er skammarleg. Ég skil að Haukar eru í keppni við okkur og okkur vantar leikmenn. Við settum þetta þannig fram að við myndum taka þá leikmenn sem eru að glíma við meiðsli núna út úr hóp þegar að við myndum mæta þeim á öðrum tíma. „Landsliðsþjálfari undir átján ára liðsins er með fjóra leikmenn hjá mér sem voru í slysahættu og hún var í þætti um daginn að berjast á móti þessu. Svo kemur svona upp þá sérðu hvernig fólk virkar. Það eru sagðir ákveðnir hlutir og síðan er ekki gert neitt.“ Sigurður hélt áfram að líkja þessu við Evrópukeppni Vals í fyrra þar sem liðið spilaði þrjá leiki á sjö dögum. „Þarna sjáum við mun á körlum og konum. Valur fékk frestaða leiki í fyrra. Snorri [Steinn Guðjónsson] trylltist í fyrra þegar að Valur spilaði þrjá leiki á sjö dögum og ég stend með Snorra. Við erum að fara í fjóra leiki á átta dögum sem er verra. Ofan á það er slysahætta hjá konum er meiri en hjá körlum.“ „Við erum leið yfir þessu. Við erum núna að fara í Evrópukeppni og ég verð að tapa. Ég er ekki að reyna að vinna og fara með liðið í aðra umferð í febrúar ef að reglurnar eru orðnar svona. Ég er bara að fara með liðið út til þess að tapa og við förum ekki aftur í Evrópukeppni og þá dettum við niður styrkleikalistann,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Handbolti ÍBV HSÍ Olís-deild kvenna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Haukar unnu afar sannfærandi sigur gegn ÍBV 38-17. Að mati Sigurðar voru Haukar að spila á móti börnum í hans liði enda þurfti Sigurður að hvíla marga lykilmenn vegna álags. „Við vissum að þetta yrði svona. Þetta snerist ekkert heldur spilaðist þetta svona frá fyrstu mínútu. Haukar voru miklu betri enda að mæta börnum þar sem við vorum með leikmann úr fjórða flokki og fjóra leikmenn úr þriðja flokki og stelpur sem voru að koma inn í liðið hjá okkur. Þetta var getumunurinn á liðunum,“ sagði Sigurður aðspurður hvar leikurinn tapaðist en ÍBV hvíldi sex leikmenn úr aðalliðinu. Skilur ekki af hverju leikurinn fór fram Sigurður var sótillur með þá ákvörðun að leikurinn skyldi fram. ÍBV óskaði ítrekað eftir því að leiknum yrði frestað þar sem liðið er að taka þátt í Evrópuverkefni og liðið mun leika fjóra leiki á átta dögum. „Þú verður að spyrja aðra en mig hvers vegna leikurinn var spilaður. Á faglegan hátt erum við búin að benda á ekki í neinum rifrildum heldur fengum við lækna, sjúkraþjálfara og það eru menn starfandi fyrir utan okkur að benda á það að slysatíðni hjá konum í íþróttum er töluvert hærri heldur en hjá körlum. Við sjáum það á krossbandaslitum að það er miklu meira um það hjá stelpum. Við sjáum það þegar að stelpur eru á blæðingum og það koma alls konar hlutir sem spila inn í.“ „Við sendum erindi fyrir tíu dögum síðan og bentum á að við treystum okkur ekki í þetta. Ofan í Evrópukeppni spiluðum við síðasta laugardag, síðan í dag og aftur næsta fimmtudag. Við erum að setja stelpurnar í hættu og þau svör sem við fáum er að við áttum að vita þetta fyrir mót. Sem var ekki.“ Sigurður benti á að mörg karlalið bæði í knattspyrnu og handbolta hafa fengið frestun vegna þátttöku í Evrópukeppni. „Alls staðar þar sem íslensk lið hafa tekið þátt í Evrópukeppni. Breiðablik í fótboltanum í sumar og karlalið Vals í fyrra. Við fengum frestun í fyrra þar sem lið færðu leiki til þess að aðstoða við þetta.“ „Við erum búin að koma okkur í 54. sæti á heimslistanum. Við erum búin að vinna okkur upp í þetta sæti. Þetta er ekki bara við heldur kvennahandbolti á Íslandi. Við erum búin að hækka rána og hækka styrkleikastigið og koma íslenska kvennalandsliðinu ofar í styrkleikatöflunni en skilaboðin sem HSÍ sendir okkur er að þeim sé drullusama hvað þið séuð að gera í Evrópu. Komið bara og spilið.“ HSÍ hunsaði eigin reglugerð að mati Sigurðar Sigurður sagði frá skipulagi liðsins og þeim skilaboðum frá HSÍ að ef ÍBV myndi ekki mæta þá myndi leikurinn tapast 10-0 og liðið dæmt úr Íslandsmótinu. „Við settum upp plan að fara klukkan 09.30 í morgun. Herjólfur felldi niður þá ferð sem við áttum að fara í. Þá er reglugerð hjá HSÍ að leikurinn færist um einn dag. Allir hjá okkur fóru í skólann og vinnu.“ Reglugerð á vef HSÍ Skjáskot/HSI.is „Klukkan 13.00 segir HSÍ ef þið komið ekki núna þá dæmist leikurinn 10-0 tap og þið eruð úr Íslandsmótinu. HSÍ er með reglugerð sem er aðallega gerð fyrir liðin ofan á landi. Vegna þess að þegar að þau eru að koma og það fellur niður ferð þá er leikið næsta dag. Það er ekki hægt að hafa leikmenn hjá sér þar sem þetta er ekki atvinnumennska. Fólk er í vinnu og skóla. HSÍ hunsaði þessa reglu og henti henni frá sér. Í þokkabót svöruðu þeir engu heldur sögðu bara að ef þið komið ekki þá tapið þið 10-0 og eruð úr Íslandsmótinu.“ „Þetta eru þau skilaboð sem við fáum frá sambandinu sem á að vera að verja okkur og við erum að berjast fyrir hagsmunum kvenna og íþrótta þar sem við erum að setja fullt af peningum í þetta en fáum þetta frá sambandinu og frá Haukum.“ HSÍ braut eigin reglu Sigurður var afar ósáttur með Díönu Guðjónsdóttur sem þjálfar kvennalið Hauka ásamt Stefáni Arnarssyni. Díana hafði talað opinberlega um álag á íþróttakonum í Hliðarlínunni á Stöð 2 og Sigurði fannst það að skjóta skökku við að Haukar vildu ekki fresta leiknum. „Unglingalandsliðsþjálfarinn, Díana, [Guðjónsdóttir] var í þætti um daginn að tala um álag á íþróttakonum en er síðan hérna og krefst þess að við spilum við Hauka. Þá skalt þú spyrja hana af því hvers vegna talar hún um þetta í sjónvarpsþætti rosalega uppstillt og fín. Síðan þegar að það kemur að því að standa saman þá er þetta gert svona.“ Aðspurður hvers vegna ÍBV sigldi með björgunarbátnum Þór klukkan 14.30 í stað Herjólfs klukkan 12.00. „Við erum með plan sem var sett upp á sunnudaginn. Þetta snýst ekki um að bíða eftir Herjólfi. Stelpurnar eru í vinnu og ég er með sjúkraþjálfara og alls konar. Plan 1 var að við ætluðum að taka Herjólf 09.30 í stað 07.00 svo stelpurnar gætu sofið aðeins lengur og það var spáð rjómablíðu.“ „Þegar að það var gefið út klukkan 06.00 í morgun að það væri ekki siglt þá dettum við á plan 2 sem er að við værum ekki að fara í dag þar sem reglugerð HSÍ segir til um það. Stelpurnar fóru því í skóla, vinnu og síðan fóru tvær í sjúkraþjálfun klukkan níu í morgun sem þær hefðu annars ekki gert á leikdegi. Við breyttum því yfir í þetta plan. Eftir hádegi í dag fengum við bréf frá mótanefnd að ef þið komið ekki í dag þá endar leikurinn með 10-0 tapi og brottvísun úr Íslandsmótinu. Þeir brutu regluna sem er til.“ „Nú er verið að brjóta á kvenfólki. Það er verið að brjóta á rétti kvenna með því að setja þær í hættulega stöðu. Hvar ætla fjölmiðlar að taka á þessu og ég spyr mig að því.“ ÍBV vildi spila leikinn eftir áramót og var tilbúið að hafa Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur utan hóps þegar að leikurinn yrði spilaður. „Nú er ÍBV að væla, þannig lítur þetta út utan frá. Ég er með lækna sem segja að spila fjóra leiki á átta dögum sé hættulegt. Við buðum Haukum að spila leikinn eftir áramót. Við sögðumst ekki ætla að hafa Hrafnhildi Hönnu og Birnu Berg í hóp þrátt fyrir að það hafi verið kjaftasaga um annað.“ Afstaða Hauka skammarleg Aðspurður hvað Sigurði fannst um afstöðu Hauka í þessu máli sagði hann að hún væri til skammar og skaut föstum skotum á Díönu Guðjónsdóttur. „Hún er skammarleg. Ég skil að Haukar eru í keppni við okkur og okkur vantar leikmenn. Við settum þetta þannig fram að við myndum taka þá leikmenn sem eru að glíma við meiðsli núna út úr hóp þegar að við myndum mæta þeim á öðrum tíma. „Landsliðsþjálfari undir átján ára liðsins er með fjóra leikmenn hjá mér sem voru í slysahættu og hún var í þætti um daginn að berjast á móti þessu. Svo kemur svona upp þá sérðu hvernig fólk virkar. Það eru sagðir ákveðnir hlutir og síðan er ekki gert neitt.“ Sigurður hélt áfram að líkja þessu við Evrópukeppni Vals í fyrra þar sem liðið spilaði þrjá leiki á sjö dögum. „Þarna sjáum við mun á körlum og konum. Valur fékk frestaða leiki í fyrra. Snorri [Steinn Guðjónsson] trylltist í fyrra þegar að Valur spilaði þrjá leiki á sjö dögum og ég stend með Snorra. Við erum að fara í fjóra leiki á átta dögum sem er verra. Ofan á það er slysahætta hjá konum er meiri en hjá körlum.“ „Við erum leið yfir þessu. Við erum núna að fara í Evrópukeppni og ég verð að tapa. Ég er ekki að reyna að vinna og fara með liðið í aðra umferð í febrúar ef að reglurnar eru orðnar svona. Ég er bara að fara með liðið út til þess að tapa og við förum ekki aftur í Evrópukeppni og þá dettum við niður styrkleikalistann,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Handbolti ÍBV HSÍ Olís-deild kvenna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira