Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Meistaradeildarmessunni skjáskot / stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira
„Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11