Klopp eins og þrumuský á blaðamannafundi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 07:31 Jürgen Klopp var ekki sáttur við hvar blaðamannafundurinn eftir leikinn gegn Toulouse var haldinn. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira