Venjuleg gella á hjóli með þrenn skýr skilaboð til bílstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 12:41 Brynhildur á fagurgrænu rafhjóli sínu, klædd í úlpu, háa hæla og með bakpoka. Bara venjuleg gella á hjóli. Vísir/vilhelm Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. Brynhildur var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni Léttum á umferðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Erindið bar yfirskriftina „Bara venjuleg gella á hjóli“ en Brynhildur býr í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum á leikskólaaldri. „Mér er ekkert sérstakt kappsmál að vera bíllaus eða að vera hluti af lausn í umferðamálum,“ sagði Brynhildur í upphafi erindis síns, eins og til að undirstrika að erindi hennar snerist um persónulega reynslu, sem aðrir gætu lært af, en ekki boðberi bíllauss lífstíls. Þýtur úr Laugardal í miðbæinn og til baka Brynhildur starfar sem lögfræðingur í Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur en býr við Rauðalæk í Laugardalnum. Börn hennar á leikskólaaldri eru hvort á sínum leikskólanum. Annað í Laugardalnum en hitt í Bríetartúni. Hún grínaðist með að leikskólamál væru ekki til umræðu en sagði þó: „Vá hvað það hefði verið næs ef börnin mín hefðu einhvern tímann verið á sama leikskóla.“ Eitthvað sem margra barna fjölskyldur tengja vafalítið við. Erindi Brynhildar má heyra að neðan eftir klukkustund og fjörutíu mínútur. Brynhildur á rafhjól. Svakaleg flott, eiturgrænt og svo á fjölskyldan annað eins, í tabaskó lit sem er öllu stærra í sniðum. Svokallað cargo-hjól sem fjölskyldan notar til að flytja matvöru, gaskút, þrjú börn og í raun hvað sem fjölskyldunni detti í hug. Brynhildur undirstrikaði að hún væri enginn hjólasérfræðingur. Hvorki þegar kæmi að hjólunum sjálfum að búnaði þeim tengdum. Bílstjórarnir eru vandamálið „Ég kann eiginlega ekki að skipta um slöngu á hjólinu. Ég veit ekkert hvernig gírar vika og hef engan áhuga á hjólreiðums em slíku. Ég er bara venjuleg gella á hjóli!“ Hún lýsti daglegri ferð sinni að heiman til vinnu með viðkomu á leikskóla í Bríetartúni. „Ég hjóla Borgartún og Hverfisgötu í vinnunna. Tvær götur sem gera ráð fyrir hjólandi en eru samt frekar hræðilegar til að hjóla. Því það er ekki gaman að hjóla neins staðar þar sem eru bílar,“ sagði Brynhildur. „Vandamálin eru bílstjórarnir sem gera ekki ráð fyrir manni í Borgartúni og virðast leggja sig fram að leggja uppi á hjólastígum á Hverfisgötu.“ Ef hún þyrfti ekki að koma við í Bríetartúni vegna leikskólans myndi hún hjóla Sæbraut alla leið, og vera laus við bílana. Myndi hjóla þótt vegalengdin væri tvöfalt lengri Brynhildur fagnaði uppbyggingu reiðhjólastíga um borgina undanfarin ár. Þeir væru mest megnis frábær framþróun. Þá merkti hún aukningu fólks á hjólum svo til á hverjum degi. Leið Brynhildar í vinnuna er um fjórir kílómetrar. Vinnufélagi hennar úr Hafnarfirði hjólar um átján kílómetra í vinnuna. „Ég á engin sérstök hjólreiðaföt, lambúshettu eða lúffur,“ sagði Brynhildur. Hún klæði sig einfaldlega eins og ef hún væri á bíl. Brynhildur Bolladóttir þýtur upp brekkur og hraðar niður þær á rafhjólinu. Hún telur að rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar á Íslandi. Hún vísaði til könnunar sem Gallup og ARCUR gerðu árið 2020 þar sem meðalvegalengd fólks til vinnu í Reykjavík var könnuð. Fólk vestan Elliðaár bjó að jafnaði sex kílómetra frá vinnu en meðalvegalegndin var átta kílómetrar hjá fólki austan Elliðaár. „Mér fannst þetta mjög merkilegt. Ef ég þyrfti að hjóla átta kílómetra í stað fjögurra þá væri ég samt bara venjuleg gella á hjóli.“ Vegalengdir væru ekki aðeins stuttar fyrir fólk heldur einnig hægt að stytta sér heilmikið leið á hjóli. Næs að eiga bíl Brynhildur rifjaði upp örlagaríkan tíma fyrir tæpu ári síðan. Snjó kyngdi niður í Reykjavík og fyrstu dagana skapaðist nokkuð ástand í höfuðborginni. Allt í einu gat hún ekki hjólað og velti fyrir sér hvernig hún kæmist með börnin í leikskóla og í eigin ferðir eins og að hitta bókaklúbbinn sinn. Ekki hafi aðeins verið ömurlegt að vera hjólandi á þessum tíma heldur var líka erfitt að vera akandi. Fór svo að settur var á laggirnar stýrihópur til að skoða snjómokstur í borginni. Meðal niðurstaða var að snjómokstur tæki mið af því hve mikið snjóaði, niðurstaða sem kom fæstum á óvart þó niðurstöðurnar hafi verið fleiri. Veðrið hafði áhrif á Brynhildi og fjölskyldu. Þau tóku upp veskið og keyptu sér bíl. Fram að þeim tíma höfðu þau verið bíllaus. „Ég sé eftir peningunum sem fara í það að láta þennan bíl standa á stæðinu sex daga vikunnar. Það er auðvitað gott að hafa hann þegar er hræðilegt verður, við viljum prófa fjarlæga sundlaug eða skreppa út á land,“ sagði Brynhildur. Það sé ekki óeðlilegt að fjögurra manna fjölskylda eigi bíl. „En það er svakalega næs að þurfa ekki að nota hann, og við notum hann eiginlega aldrei. Ég er ekki viss um að við hefðum keypt hann hefði Hopp verið komið með fleiri deilibíla.“ Tveir mánuðir af tólf Brynhildur minnti á að hún væri venjuleg gella. Ekki ein af þeim sem sögðu að veðrið í desember og janúar í fyrra væri ekkert mál. „Ég er ekkert í því að fara í gengum skafla og snjóbyl. Þetta voru tveir mánuðir sem voru virkilega erfiðir. En þetta eru tveir mánuðir af tólf. Haustið núna hefur verið æðislegt. Varla búið að rigna og það var nákvæmlega eins í fyrra,“ sagði Brynhildur. „Tilfinningin sem rafhjólið gefur mér er fyrst og fremst frelsi. Ég er frjáls þegar ég hjóla, ég mæti ferskari til vinnu og börnunum finnst allajafna miklu skemmtilegra að setjast á hjól en bíl. Allir forleldrar þekkja að koma krökkum í bílstól og festa belti. Það er ekkert sem er leiðinlegra en það,“ sagði Brynhildur. Þau hjónin hefðu þó áttað sig á því að í þeirra tilfelli slái einstaka bílferð á leikskólann í gegn því börnum finnist tilbreytingin skemmtileg. „Toppurinn á tilverunni á okkar heimili er því að fara á bíl í leikskólann.“ Óþarfi að fara í vörn Brynhildur beindi næst orðum sínum til bílstjóra í umferðinni. Þessara sömu og hún segir ekki taka tillit til hjólreiðamanna í borginni. „Hættið að vera í símanum,“ sagði Brynhildur. „Lítið í kringum ykkur, sérstaklega þegar þið eruð að beygja.“ Þá hvatti hún bílstjóra til að fara ekki í kerfi þegar þeir geri mistök. Allir séu að læra. „Ekki fara í vörn. Við erum öll að læra. Ég mun halda áfram að minna ykkur á að leggja ekki upp á hjólastíga og vera ekki fyrir þar sem þið eigið ekki að vera. Það eru til götur úti um allt fyrir ykkur.“ Bylting millistéttarinnar Að lokum minnti Brynhildur fólk á að hún væri bara venjuleg gella sem hjóli alltaf þegar hún geti. „Ég vel hjólið frekar en bílinn,“ sagði Brynhildur. Margir dressuðu sig upp í vesti, gula jakka, sérstökum skóm og hoppuðu í sturtu í vinnunni. „Ég tilheyri ekki þeim hópi. Ég þarf þess ekki á rafhjóli. Ég þýt upp brekkur og enn hraðar niður þær,“ sagði Brynhildur. Brekkurnar í Nóatúni, Rafstöðvarvegi eða Eyrarlandi væru engin fyrirstaða. „Rafhjól ættu að vera bylting millistéttarinnar. Þau eru frekar dýr en eru ódýrari en bíll númer tvö. Fleyta manni upp brekkur og eru frábært „smalltalk“ sem virðist verða erfiðara eftir því sem maður verður eldri. Þegar maður er í svona mikilli nálægð við fólk, á hjóli, er maður miklu líklegri til að stoppa, spjalla við fólk eða þá sem maður hittir á förnum vegi.“ Hún sagði millistéttina kannski ekki með margar byltingar á bakinu í gegnum tíðina. „En þegar lífið verður þægilegra á hjóli finnst mér mjög líklegt að þessi millistétt muni taka þátt. Ég mun allavega halda áfram að hjóla um ókomin ár og alveg örugglega aldrei hætta því eða tala um það, því getur verið að lykillinn að hamingjunni sé ekkert flóknari en að eiga tvö góð rafmagnshjól?“ Hjólreiðar Samgöngur Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Brynhildur var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni Léttum á umferðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Erindið bar yfirskriftina „Bara venjuleg gella á hjóli“ en Brynhildur býr í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum á leikskólaaldri. „Mér er ekkert sérstakt kappsmál að vera bíllaus eða að vera hluti af lausn í umferðamálum,“ sagði Brynhildur í upphafi erindis síns, eins og til að undirstrika að erindi hennar snerist um persónulega reynslu, sem aðrir gætu lært af, en ekki boðberi bíllauss lífstíls. Þýtur úr Laugardal í miðbæinn og til baka Brynhildur starfar sem lögfræðingur í Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur en býr við Rauðalæk í Laugardalnum. Börn hennar á leikskólaaldri eru hvort á sínum leikskólanum. Annað í Laugardalnum en hitt í Bríetartúni. Hún grínaðist með að leikskólamál væru ekki til umræðu en sagði þó: „Vá hvað það hefði verið næs ef börnin mín hefðu einhvern tímann verið á sama leikskóla.“ Eitthvað sem margra barna fjölskyldur tengja vafalítið við. Erindi Brynhildar má heyra að neðan eftir klukkustund og fjörutíu mínútur. Brynhildur á rafhjól. Svakaleg flott, eiturgrænt og svo á fjölskyldan annað eins, í tabaskó lit sem er öllu stærra í sniðum. Svokallað cargo-hjól sem fjölskyldan notar til að flytja matvöru, gaskút, þrjú börn og í raun hvað sem fjölskyldunni detti í hug. Brynhildur undirstrikaði að hún væri enginn hjólasérfræðingur. Hvorki þegar kæmi að hjólunum sjálfum að búnaði þeim tengdum. Bílstjórarnir eru vandamálið „Ég kann eiginlega ekki að skipta um slöngu á hjólinu. Ég veit ekkert hvernig gírar vika og hef engan áhuga á hjólreiðums em slíku. Ég er bara venjuleg gella á hjóli!“ Hún lýsti daglegri ferð sinni að heiman til vinnu með viðkomu á leikskóla í Bríetartúni. „Ég hjóla Borgartún og Hverfisgötu í vinnunna. Tvær götur sem gera ráð fyrir hjólandi en eru samt frekar hræðilegar til að hjóla. Því það er ekki gaman að hjóla neins staðar þar sem eru bílar,“ sagði Brynhildur. „Vandamálin eru bílstjórarnir sem gera ekki ráð fyrir manni í Borgartúni og virðast leggja sig fram að leggja uppi á hjólastígum á Hverfisgötu.“ Ef hún þyrfti ekki að koma við í Bríetartúni vegna leikskólans myndi hún hjóla Sæbraut alla leið, og vera laus við bílana. Myndi hjóla þótt vegalengdin væri tvöfalt lengri Brynhildur fagnaði uppbyggingu reiðhjólastíga um borgina undanfarin ár. Þeir væru mest megnis frábær framþróun. Þá merkti hún aukningu fólks á hjólum svo til á hverjum degi. Leið Brynhildar í vinnuna er um fjórir kílómetrar. Vinnufélagi hennar úr Hafnarfirði hjólar um átján kílómetra í vinnuna. „Ég á engin sérstök hjólreiðaföt, lambúshettu eða lúffur,“ sagði Brynhildur. Hún klæði sig einfaldlega eins og ef hún væri á bíl. Brynhildur Bolladóttir þýtur upp brekkur og hraðar niður þær á rafhjólinu. Hún telur að rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar á Íslandi. Hún vísaði til könnunar sem Gallup og ARCUR gerðu árið 2020 þar sem meðalvegalengd fólks til vinnu í Reykjavík var könnuð. Fólk vestan Elliðaár bjó að jafnaði sex kílómetra frá vinnu en meðalvegalegndin var átta kílómetrar hjá fólki austan Elliðaár. „Mér fannst þetta mjög merkilegt. Ef ég þyrfti að hjóla átta kílómetra í stað fjögurra þá væri ég samt bara venjuleg gella á hjóli.“ Vegalengdir væru ekki aðeins stuttar fyrir fólk heldur einnig hægt að stytta sér heilmikið leið á hjóli. Næs að eiga bíl Brynhildur rifjaði upp örlagaríkan tíma fyrir tæpu ári síðan. Snjó kyngdi niður í Reykjavík og fyrstu dagana skapaðist nokkuð ástand í höfuðborginni. Allt í einu gat hún ekki hjólað og velti fyrir sér hvernig hún kæmist með börnin í leikskóla og í eigin ferðir eins og að hitta bókaklúbbinn sinn. Ekki hafi aðeins verið ömurlegt að vera hjólandi á þessum tíma heldur var líka erfitt að vera akandi. Fór svo að settur var á laggirnar stýrihópur til að skoða snjómokstur í borginni. Meðal niðurstaða var að snjómokstur tæki mið af því hve mikið snjóaði, niðurstaða sem kom fæstum á óvart þó niðurstöðurnar hafi verið fleiri. Veðrið hafði áhrif á Brynhildi og fjölskyldu. Þau tóku upp veskið og keyptu sér bíl. Fram að þeim tíma höfðu þau verið bíllaus. „Ég sé eftir peningunum sem fara í það að láta þennan bíl standa á stæðinu sex daga vikunnar. Það er auðvitað gott að hafa hann þegar er hræðilegt verður, við viljum prófa fjarlæga sundlaug eða skreppa út á land,“ sagði Brynhildur. Það sé ekki óeðlilegt að fjögurra manna fjölskylda eigi bíl. „En það er svakalega næs að þurfa ekki að nota hann, og við notum hann eiginlega aldrei. Ég er ekki viss um að við hefðum keypt hann hefði Hopp verið komið með fleiri deilibíla.“ Tveir mánuðir af tólf Brynhildur minnti á að hún væri venjuleg gella. Ekki ein af þeim sem sögðu að veðrið í desember og janúar í fyrra væri ekkert mál. „Ég er ekkert í því að fara í gengum skafla og snjóbyl. Þetta voru tveir mánuðir sem voru virkilega erfiðir. En þetta eru tveir mánuðir af tólf. Haustið núna hefur verið æðislegt. Varla búið að rigna og það var nákvæmlega eins í fyrra,“ sagði Brynhildur. „Tilfinningin sem rafhjólið gefur mér er fyrst og fremst frelsi. Ég er frjáls þegar ég hjóla, ég mæti ferskari til vinnu og börnunum finnst allajafna miklu skemmtilegra að setjast á hjól en bíl. Allir forleldrar þekkja að koma krökkum í bílstól og festa belti. Það er ekkert sem er leiðinlegra en það,“ sagði Brynhildur. Þau hjónin hefðu þó áttað sig á því að í þeirra tilfelli slái einstaka bílferð á leikskólann í gegn því börnum finnist tilbreytingin skemmtileg. „Toppurinn á tilverunni á okkar heimili er því að fara á bíl í leikskólann.“ Óþarfi að fara í vörn Brynhildur beindi næst orðum sínum til bílstjóra í umferðinni. Þessara sömu og hún segir ekki taka tillit til hjólreiðamanna í borginni. „Hættið að vera í símanum,“ sagði Brynhildur. „Lítið í kringum ykkur, sérstaklega þegar þið eruð að beygja.“ Þá hvatti hún bílstjóra til að fara ekki í kerfi þegar þeir geri mistök. Allir séu að læra. „Ekki fara í vörn. Við erum öll að læra. Ég mun halda áfram að minna ykkur á að leggja ekki upp á hjólastíga og vera ekki fyrir þar sem þið eigið ekki að vera. Það eru til götur úti um allt fyrir ykkur.“ Bylting millistéttarinnar Að lokum minnti Brynhildur fólk á að hún væri bara venjuleg gella sem hjóli alltaf þegar hún geti. „Ég vel hjólið frekar en bílinn,“ sagði Brynhildur. Margir dressuðu sig upp í vesti, gula jakka, sérstökum skóm og hoppuðu í sturtu í vinnunni. „Ég tilheyri ekki þeim hópi. Ég þarf þess ekki á rafhjóli. Ég þýt upp brekkur og enn hraðar niður þær,“ sagði Brynhildur. Brekkurnar í Nóatúni, Rafstöðvarvegi eða Eyrarlandi væru engin fyrirstaða. „Rafhjól ættu að vera bylting millistéttarinnar. Þau eru frekar dýr en eru ódýrari en bíll númer tvö. Fleyta manni upp brekkur og eru frábært „smalltalk“ sem virðist verða erfiðara eftir því sem maður verður eldri. Þegar maður er í svona mikilli nálægð við fólk, á hjóli, er maður miklu líklegri til að stoppa, spjalla við fólk eða þá sem maður hittir á förnum vegi.“ Hún sagði millistéttina kannski ekki með margar byltingar á bakinu í gegnum tíðina. „En þegar lífið verður þægilegra á hjóli finnst mér mjög líklegt að þessi millistétt muni taka þátt. Ég mun allavega halda áfram að hjóla um ókomin ár og alveg örugglega aldrei hætta því eða tala um það, því getur verið að lykillinn að hamingjunni sé ekkert flóknari en að eiga tvö góð rafmagnshjól?“
Hjólreiðar Samgöngur Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira